Erlent

Ó­trú­leg mynd virðist sýna kúlu fljúga fram hjá Trump

Jón Þór Stefánsson skrifar
Trump var skotinn í eyrað.
Trump var skotinn í eyrað. Getty

Ljósmyndari New York Times, Doug Mills, var að mynda kosningafund Donald Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta þegar skotárás, sem beindist að Trump, var framin. Mills náði mynd sem virðist sýna byssukúlu fljúga fram hjá Trump.

Árásarmaðurinn grunaði hét Thomas Matthew Crooks, en hann er talinn hafa hleypt af um sex eða sjö skotum í átt að Trump. Einn lést og tveir særðust alvarlega. Þá hæfði ein kúlan eyra forsetans fyrrverandi. Síðan skaut skytta bandarísku leyniþjónustunnar Crooks til bana.

Michael Harrigan, sem starfaði í tvo áratugi hjá bandarísku alríkislögreglunni og var sérstakur sérfræðingur hennar í skotvopnamálum, telur miklar likur á að myndin sýni kúlu fara fram hjá Trump.

Í tístinu hér að neðan má sjá umrædda mynd:

„Í ljósi aðstæðna, ef þetta er ekki leið kúlunnar í loftinu þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað þetta gæti verið,“ sagði Harrigan við New York Times.

Þrátt fyrir það vill hann meina að líkurnar á að ná ljósmynd sem þessari sé einn á móti milljón.

Fram kemur í umfjöllun New York Times að Mills hafi notast við stafræna myndavél frá Sony, sem getur tekið allt að þrjátíu myndir á sekúndu. Hann hafi tekið myndirnar með mjög hröðum lokunarhraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×