„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 09:28 Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar. vísir/sigurjón „Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum. „Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Við vorum komin í gríðarlega hátt hlutfall árið 2023. Því miður vegna mistaka stjórnvalda erum við komin niður í 16 prósent á þessu ári,“ segir Egill um hlutfall seldra rafbíla á markaði. Ástæða minni sölu séu aðgerðir sem stjórnvöld hafa innleitt gegn rafbílum. Virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Sala nýrra fólksbíla dróst í kjölfarið verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Í áætlun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2018 er nýskráningar bensín- og dísilbíla óheimilar eftir árið 2030 með hugsanlegum undanþágum út frá byggðarsjónarmiðum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Egill hjá Brimborg var til viðtals um þróun á sölu rafbíla í Bítinu í morgun. „Það er gríðarlegt fjármagn að fara í þróun rafbíla hjá frambleiðendum og hjá rafhlöðuframleiðendum. Það er verið að reisa verksmiðjur annan hvern mánuð núna, annað hvort rafhlöðu- eða rafbílaverksmiðjur.“ Egill segir mikið um falsfréttir í fréttaflutningi um rafbíla. Bandaríkjamenn séu sem dæmi að kaupa fleiri rafbíla en áður. „Það sem margir eru að rugla saman við er að vöxturinn er minni, en það er samt vöxtur. Það er oft það sem gerist í byltingum. Maður fer rólega af stað, svo kemur rosalegur vöxtur, svo smá hik, og svo aftur af stað.“ Kílómetragjald hafi truflað marga neytendur. Um er að ræða gjald sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Egill segir rafmagnsbíl, með mun minni viðhaldskostnaði, töluvert ódýrari í rekstri. Og það þrátt fyrir kílómetragjald. „Við höfum tekið þann pól í hæðina, að rafbílar munu bara taka yfir. Við erum farin að laga okkur að þessum nýja veruleika,“ segir Egill í viðtalinu sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Bílar Vistvænir bílar Bensín og olía Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira