Handbolti

Vals­menn fá Króata í heim­sókn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Valsmenn taka á móti króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Valsmenn taka á móti króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét

Valur mun mæta króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið sem vinnur rimmuna vinnur sér inn sæti í riðlakeppninni.

Valsmenn, sem unnu Evrópubikarinn í vor, voru eina íslenska liðið þegar dregið var í forkeppnina í dag. Íslandsmeistarar FH munu einnig taka þátt í keppninni, en Hafnfirðingar fara beint í riðlakeppnina og dregið verður í riðla næstkomandi föstudag.

Valur dróst á móti króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovci og munu Valsmenn leika fyrri leikinn á heimavelli. Fyrri leikur liðanna fer fram annað hvort þann 31. ágúst eða 1. september og seinni leikurinn fer fram annað hvort 7. eða 8. september.

Þá voru einnig nokkur Íslendingalið í pottinum þegar dregið var í morgun og ber þar líklega hæst að nefna þýsku liðin MT Melsungen og Vfl Gummersbach.

Melsungen, með þá Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson innanborðs, mætir norska stórliðinu Elverum og lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach, með þá Elliða Snæ Viðarsson og Teit Örn Einarsson innanborðs, mæta danska liðinu Mors-Thy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×