Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Árni Jóhannsson skrifar 16. júlí 2024 16:16 Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. Pólland var mikið meira með boltann í upphafi leiks og reyndi að sækja mikið á sínum styrkleikum, hraða og kantspili, en íslenska liðið stóð allar sóknarlotur gestgjafanna af sér með miklum glæsibrag. Færin urðu ekki mörg frá heimakonum en með Ewu Pajor í sínum röðum þá var alltaf hægt að hafa áhyggjur. Mikill hiti var í dag og það hafði áhrif síðar í leiknum. Íslandi óx ásmegin þegar leið á fyrri hálfleikinn og tók völdin algjörlega þegar um 15 mínútur voru eftir. Stelpurnar okkar komust í mýmörg færi og það var tilfinningin að það var ekki spurning um hvort heldur hvenær Ísland myndi skora. Stíflan brast svo á 32. mínútu þegar Sveindís Jane Jónsdóttir vann boltann við hliðarlínuna rétt inn fyrir miðjuna á vallarhelming Póllands. Sveindís þaut af stað eins og elding og innan skamms var hún kominn inn í vítateig með einn varnarmann Póllands fyrir framan sig. Varnarmaðurinn þorði ekki að koma of nálægt Sveindísi þannig að hún fékk pláss til að athafna sig og lagði boltann í nær hornið án þess að markvörðurinn réði nokkuð við. Staðan orðin verðskuldað 0-1 fyrir okkar konum. Pólverjar reyndu að koma sér aftur inn í leikinn í lok hálfleiksins en höfðu ekki erindi sem erfiði. Staðan 0-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo hvorki fugl né fiskur. Hitinn var mikill eins og ég sagði áðan og okkar konur höfðu átt í erfiðu verkefni rétt fyrir helgi. Pólland reyndi nokkrum sinnum að koma sér í færi en varnarlínan með Glódísi Perlu Viggósdóttur í broddi fylkingar komu í veg fyrir allar aðgerðir gestgjafanna. Ísland átti svo upphlaup en náði ekki að koma boltanum í netið til að gulltryggja sigurinn. Leikurinn rann síðan út og íslenska liðið fagnaði sigrinum. Íslandi tókst ekki að vinna riðilinn en enda í öðru sæti hans en Þýskaland vann sinn leik. Ísland fékk fæst mörk á sig þó og fara í mjög góðum takti inn í veturinn sem verður nýttur til undirbúning fyrir EM 2025 í Sviss. Atvik leiksins Sigurmarkið var stórgott og nóg til að tryggja sigurinn. Sveindís Jane átti nokkur góð hlaup í leiknum inn fyrir vörn Póllands og olli þeim miklum áhyggjum. Það var svo algjört einstaklingsframtak sem dugði til að skora markið þegar hún vann boltann og á ógnarhraða skilaði hún boltanum í netið. Stjörnur og skúrkar Sveindís Jane Jónsdóttir var örlagavaldur en ég hugsa að það halli á engan að velja Glódísi mann leiksins. Hún sá til þess að Ewa Pajor lauk riðlakeppninni án þess að skora og leiddi liðið þegar var þjarmað að stelpunum okkar. Engir skúrkar í dag en leikurinn var vel leikinn af báðum liðum í erfiðum aðstæðum. Umgjörð og stemmning Ég er ekki viss um að það hafi verið þægilegt að spila í dag. Funheitt og erfitt að anda þegar leið á leikinn. Það sýndi sig í því hve hratt dró af leikmönnum. Völlurinn hinn flottasti og pólsku stuðningsmennirnir stóðu þétt við bakið á sínum konum. Dómarinn Kirsty Dowle hélt um flautuna í dag og stóð sig vel. Leikurinn flaut ágætlega og Kirsty dæmdi bara á það sem var nauðsynlegt að dæma á. Ekki mörg spjöld og sjö í einkunn sanngjarnt að mínu mati. Viðtöl EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta
Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. Pólland var mikið meira með boltann í upphafi leiks og reyndi að sækja mikið á sínum styrkleikum, hraða og kantspili, en íslenska liðið stóð allar sóknarlotur gestgjafanna af sér með miklum glæsibrag. Færin urðu ekki mörg frá heimakonum en með Ewu Pajor í sínum röðum þá var alltaf hægt að hafa áhyggjur. Mikill hiti var í dag og það hafði áhrif síðar í leiknum. Íslandi óx ásmegin þegar leið á fyrri hálfleikinn og tók völdin algjörlega þegar um 15 mínútur voru eftir. Stelpurnar okkar komust í mýmörg færi og það var tilfinningin að það var ekki spurning um hvort heldur hvenær Ísland myndi skora. Stíflan brast svo á 32. mínútu þegar Sveindís Jane Jónsdóttir vann boltann við hliðarlínuna rétt inn fyrir miðjuna á vallarhelming Póllands. Sveindís þaut af stað eins og elding og innan skamms var hún kominn inn í vítateig með einn varnarmann Póllands fyrir framan sig. Varnarmaðurinn þorði ekki að koma of nálægt Sveindísi þannig að hún fékk pláss til að athafna sig og lagði boltann í nær hornið án þess að markvörðurinn réði nokkuð við. Staðan orðin verðskuldað 0-1 fyrir okkar konum. Pólverjar reyndu að koma sér aftur inn í leikinn í lok hálfleiksins en höfðu ekki erindi sem erfiði. Staðan 0-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo hvorki fugl né fiskur. Hitinn var mikill eins og ég sagði áðan og okkar konur höfðu átt í erfiðu verkefni rétt fyrir helgi. Pólland reyndi nokkrum sinnum að koma sér í færi en varnarlínan með Glódísi Perlu Viggósdóttur í broddi fylkingar komu í veg fyrir allar aðgerðir gestgjafanna. Ísland átti svo upphlaup en náði ekki að koma boltanum í netið til að gulltryggja sigurinn. Leikurinn rann síðan út og íslenska liðið fagnaði sigrinum. Íslandi tókst ekki að vinna riðilinn en enda í öðru sæti hans en Þýskaland vann sinn leik. Ísland fékk fæst mörk á sig þó og fara í mjög góðum takti inn í veturinn sem verður nýttur til undirbúning fyrir EM 2025 í Sviss. Atvik leiksins Sigurmarkið var stórgott og nóg til að tryggja sigurinn. Sveindís Jane átti nokkur góð hlaup í leiknum inn fyrir vörn Póllands og olli þeim miklum áhyggjum. Það var svo algjört einstaklingsframtak sem dugði til að skora markið þegar hún vann boltann og á ógnarhraða skilaði hún boltanum í netið. Stjörnur og skúrkar Sveindís Jane Jónsdóttir var örlagavaldur en ég hugsa að það halli á engan að velja Glódísi mann leiksins. Hún sá til þess að Ewa Pajor lauk riðlakeppninni án þess að skora og leiddi liðið þegar var þjarmað að stelpunum okkar. Engir skúrkar í dag en leikurinn var vel leikinn af báðum liðum í erfiðum aðstæðum. Umgjörð og stemmning Ég er ekki viss um að það hafi verið þægilegt að spila í dag. Funheitt og erfitt að anda þegar leið á leikinn. Það sýndi sig í því hve hratt dró af leikmönnum. Völlurinn hinn flottasti og pólsku stuðningsmennirnir stóðu þétt við bakið á sínum konum. Dómarinn Kirsty Dowle hélt um flautuna í dag og stóð sig vel. Leikurinn flaut ágætlega og Kirsty dæmdi bara á það sem var nauðsynlegt að dæma á. Ekki mörg spjöld og sjö í einkunn sanngjarnt að mínu mati. Viðtöl
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti