„Getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. júlí 2024 07:01 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Shamrock Rovers í gær sem þýðir að Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann sagði að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefa eftir leik. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira