Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 08:39 Ásgerður segir hótanir hafa borist sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. Vísir/Dúi Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún. Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún.
Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36