Lygamörður Sigurgeir Pálsson skrifar 18. júlí 2024 11:00 Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Lyga-Mörður var orðið sem kom í huga minn eftir að hafa hlustað á Guðna Ágústsson í viðtali við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur í síðdegisútvarpi Bylgjunnar 15. júlí síðastliðinn. Mörður Valgarðsson kemur mikið við sögu í Njáls sögu. Ekki var allt heilagur sannleikur sem hann lét sér um munn fara. Síðar varð lygamörður samheiti um þann sem lýgur miklu og er undirförull. (Heimild Árnastofnun). Viðtalið barst að tilboði KS í allt hlutafé í Kjarnafæði Norðlenska og eignahlut Þórarins Inga alþingismanns i Búsæld. En Búsæld er einkahlutafélag sem á 43% í Kjarnafæði Norðlenska. Þá sagði Guðni um Þórarin. „Hann hafi orðið að leggja í hlutafé svona 10-20% af afurðaverði í afurðastöðinni sinni til að geyma það svo fyrirtækið gangi.“ Svo mörg voru þau orð. Búsæld er einkahlutafélag og var stofnað 2004 af bændum á Norðurlandi eystra, Austurlandi og víðar til kaupa hlut í Norðlenska ásamt KEA. Síðar keypti Búsæld hlut KEA í Norðlenska og átti þá Norðlenska 100%. Til að eignast afurðastöðina Norðlenska voru tekin lán. Lánin voru borguð með hlutafjárframlagi bænda. Upphaflega voru tekin um 4% af afurðaverði og greitt inn í Búsæld.Svo var það lækkað í 2% og undanfarið hefur þetta verið 1%. Í dag er Búsæld skuldlaust félag. En að það hafi verið 10-20% af afurðaverði í afurðastöð er haugalygi og Guðna til háborinnar skammar að halda slíku bulli fram. Það hefur almennt verið skoðun bænda að æskilegt væri að afurðastöðvar væru í eigu bænda, gjarnan í samvinnufélögum framleiðenda. Kaupfélag Skagfirðinga er ekki framleiðendafélag bænda heldur blandað samvinnufélag þar sem bændur eru líklega aðeins 10-20% af félagsmönnum. Þannig að bændur í Skagafirði eiga ekkert meira í afurðastöðvum þar heldur en aðrir félagsmenn. Höfundur er fyrrverandi bóndi og einn af stofnfélögum Búsældar.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun