Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:03 Dómurinn sem verður tekinn upp að nýju var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023. Dómsmál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023.
Dómsmál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira