Gydra er þrautreyndur 34 ára framherji. Hann er 2,05 metrar á hæð.
Undanfarin tvö ár hefur Gydra leikið með Raiffeisen Flyers Wels í Austurríki. Á síðasta tímabili var hann með þrettán stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik.
Auk þess að spila í Austurríki og í heimalandinu hefur Gydra spilað á Spáni.
Haukar ollu vonbrigðum á síðasta tímabili, enduðu í 10. sæti Subway deildarinnar og komust ekki í úrslitakeppnina.