Japanskir fjölmiðlar greina frá því að Shoko Miyata hafi verið send heim frá Frakklandi fyrir að reykja.
Það er brot á reglum japanska fimleikasambandsins sem mun nú rannsaka mál Miyatas. Óvíst er hvort hún fái að keppa á Ólympíuleikunum sem hefjast 26. júlí.
Miayta verður yfirheyrð af japanska fimleikasambandinu og félagsliði sínu þegar hún kemur aftur til Japans.
Langt er síðan Japanir unnu til verðlauna í liðakeppni í fimleikum á Ólympíuleikum. Það gerðist síðast á heimavelli 1964.