„Það var enginn sirkus“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2024 12:26 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn. „Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með frammistöðuna hjá strákunum. Mér fannst fyrsti hálftíminn af leiknum mjög góður. Við sköpum helling af færum og skorum þessi mörk. Það skóp sigurinn,“ segir Arnar í santali við Vísi um sigur gærkvöldsins. Valur vann leikinn með yfirburðum, 4-0, þar sem þeir slökktu algjörlega vonarneista liðsmanna Vllaznia snemma leiks. Fallegasta mark leiksins var án ef það fjórða þar sem Gylfi Þór Sigurðsson gaf glæsilega sendingu inn fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem afgreiddi boltann frábærlega í netið. Arnar hrósar Gylfa í hástert. „Maður sér að Gylfi lítur yfir öxlina áður en hann fær boltann. Þetta er stórkostleg sending, þetta getur hann gert þessi strákur. Hann er frábær í fótbolta. Hlaupið hjá Tryggva var frábær og afgreiðslan líka. Það kláraði leikinn endanlega,“ segir Arnar. Það hafi ekki verið sjálfgefið að klára leikinn svo vel, þrátt fyrir 3-0 stöðu í hálfleik. „Aðstæðurnar voru erfiðar, rosalegur hiti. Við vonuðumst til að það yrði smá gjóla sem var ekki. Þetta var heitasti dagurinn og fór í 39 gráður yfir daginn. Við spiluðum í 31 til 32 gráðum. Það er rosalega erfitt. Ég er mjög ánægður að halda hreinu og skora þessi mörk. Strákarnir eiga heiður skilinn,“ segir Arnar. Allt upp á tíu Eitthvað stress var í Valsmönnum fyrir ferðina út. Eftir mikinn hamagang á Hlíðarenda í síðustu viku var fundað stíft með lögreglu, UEFA og KSÍ. Arnar fagnar því hversu vel UEFA tók á málum. Öryggisgæsla í kringum Valsliðið var aukin og skipt um dómara á leiknum. „Það verður smá hasar þarna í lokin en leikmenn lentu ekki í þessu beint. Það eru stjórnarmenn og aðrir sem lenda í þessu. Við reyndum að útiloka þetta alveg frá byrjun, þetta var auðvitað ákveðið bíó,“ segir Arnar um leikinn í síðustu viku. Vel hafi verið staðið að öllu við komuna til Albaníu. „En móttökurnar hér voru mjög flottar af því það var náttúrulega tekið á þessu, föstum tökum. Það er ekki yfir neinu að kvarta hér, forráðamenn liðsins voru flottir og allt upp á tíu. Það var skipt um dómara á leiknum, og þeir voru flottir. Þetta skiptir allt máli,“ „Þetta var auðvitað smá intimidating að fara út, maður vissi ekki alveg út í hvað maður væri að fara. Við vorum spurðir mikið út í þetta á blaðamannafundi hér úti, Albanarnir gerðu lítið úr þessu þar og við tókum bara undir það,“ „Í raun og veru var allt upp á tíu hér, enginn sirkus og ekkert í gangi. Sem er bara mjög gott. Þetta var tæklað vel af forráðamönnum UEFA, það voru flottir eftirlitsmenn sem fóru yfir allt fyrir leikinn og allt tekið föstum tökum,“ segir Arnar. Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikur liðanna fer fram að Hlíðarenda næsta fimmtudag.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Sjá meira