„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2024 19:01 María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun. Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni. Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Bilunarinnar varð fyrst vart undir morgun að íslenskum tíma; útsendingar Sky News í Bretlandi duttu út og greiðslukerfi lágu víða niðri. Flugferðum var aflýst í þúsundatali, bláir villumeldingarskjáir blöstu við hvert sem litið var, og allt var raunar í hers höndum á flugvöllum um allan heim. „Öllum flugferðum United, Delta og Air France var aflýst. Allir hér bíða í röð eftir flugmiðum sínum en eru í raun að bíða eftir hótelherbergi. Þau vita það ekki. Klikkað,“ sagði Trent, strandaglópur á Rómarflugvelli. Strandaglópar í Edinborg, sem hugðu á ferðalag í tilefni afmælis annars þeirra, reiknuðu með að tapa um þrjú hundruð þúsund krónum eftir að flugi þeirra var aflýst. Fimm tilkynningar til CERT-IS Áhrifa bilunarinnar gætti einnig hér heima. Netforrit Landsbankans og smáforrit lágu niðri um tíma, auk þess sem bilunar varð vart í hraðbönkum. Gegnir bókasafnskerfi lá einnig niðri og því varð röskun á starfsemi bókasafna fram til klukkan tvö í dag, þegar kerfið hrökk í gang. Þá varð uppi fótur og fit á húðmeðferðarstöðinni Húðfegrun varð uppi fótur og fit í morgun þegar bókunarkerfi hætti að virka. „Við vorum bara eins og blindur köttur, sáum ekki neitt. Fólk að koma í meðferðir og við vissum ekkert hvað það væri að fara að gera eða hjá hverjum. Já, þetta var bara ansi hressilegt en sem betur fer er vant fólk hérna inni þannig að við leystum þetta saman,“ segir María Hólm, móttökuritari hjá Húðfegrun húðmeðferðarstöð. Íslensk fyrirtæki og stofnanir virðast þó almennt hafa sloppið vel. Fimm tilkynningar höfðu borist netöryggissveitinni Certis síðdegis, engin alvarleg. Bilunin er rakin til gallaðrar uppfærslu á vírusvörn fyrirtækisins Crowdstrike, sem olli hruni í kerfum Microsoft. Dagurinn hefur reynst Crowdstrike erfiður, virði hlutabréfa í fyrirtækinu rýrnaði um marga milljarða og þó að kerfi virðist að mestu komin í lag viðurkennir forstjórinn að langt gæti liðið þar til eðlileg virkni fáist að fullu. Þá lýsti Elon Musk, auðjöfur og risi í tækniheiminum, biluninni sem þeirri mestu og vandræðalegustu í sögunni.
Netöryggi Fréttir af flugi Microsoft Tengdar fréttir Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51 Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56 Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. 19. júlí 2024 13:51
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19. júlí 2024 11:56
Flugvélar kyrrsettar, lestir fastar og greiðslukerfi niðri um allan heim vegna tæknivandræða Tæknileg vandamál eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum miklum vandræðum um allan heim. 19. júlí 2024 07:06