Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. júlí 2024 17:01 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir leik dgsins. vísir/Diego HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. „Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira