Óhemju öflugur Trump hafi sigurinn í hendi sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2024 12:20 Donald Trump gengur hér inn á svið stuðningsmannafundar síns í gær. AP/Evan Vucci Eins og sakir standa á Joe Biden ekki möguleika á að sigra Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum, að mati stjórnmálafræðings. Trump hélt sinn fyrsta kosningafund frá banatilræðinu við hann í gær, og þakkaði guðlegri forsjá fyrir að vera á lífi. Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“ Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Í gær var rétt vika síðan byssumaður reyndi að ráða Trump af dögum á stuðningsmannafundi í Pennsylvaníu. Hann hélt sinn fyrsta stuðningsmannafund frá tilræðinu í gær. Forsetinn fyrrverandi ræddi töluvert um tilræðið við stuðningsmenn sína í Michigan. „Þvílíkur dagur sem þetta var. Eins og ég sagði fyrr í vikunni, þá stend ég aðeins hér fyrir náð Guðs almáttugs. Ég ætti ekki að vera hérna, ég ætti ekki að vera hérna,“ sagði Trump á fundinum í Grand Rapids í Michigan í gær. Hagfelldara handrit varla til Stjórnmálafræðingur segir vatnaskil hafa orðið í forsetakapphlaupinu á síðustu tveimur vikum. „Fyrst auðvitað með afleitri frammistöðu Joes Biden í kappræðunum, og svo auðvitað í kjölfar tilræðisins við Donald Trump. Hann hefur komið út úr því alveg óhemju öflugur. Það hefði varla verið hægt að skrifa þetta handrit hagfelldara honum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann segir Biden í gríðarlega erfiðri stöðu. Vísir/Vilhelm Eins og sakir standa hafi Trump sigurinn algerlega í hendi sér. „Til þess að hann verði ekki næsti forseti Bandaríkjanna þá þarf hann eiginlega að klúðra málunum sjálfur.“ Þó séu enn þrír og hálfur mánuður til kosninga, og því geti margt breyst. Hægt að skipta fram í ágúst Á sama tíma og repúblikanar fylkja sér bak við Trump sé allt í hönk hjá Demókrötum, en Joe Biden forseti er undir síauknum þrýstingi um að hætta við framboð sitt og hleypa öðrum Demókrata í slaginn gegn Trump. Hvenær væri orðið of seint fyrir Biden að stíga til hliðar og hleypa einhverjum öðrum að? „Auðvitað gengur klukkan ansi hratt á hann og Demókrataflokkinn í þeim efnum, þannig að því fyrr því betra fyrir þá,“ segir Eiríkur. Landsfundur Demókrataflokksins hefst 19. ágúst næstkomandi, en þá verður frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í nóvember staðfestur formlega. „Hins vegar skilst mér að það sé nú hægt að gera þetta alveg fram að landsfundinum, og það sé lokadagsetningin til þess að skipta um frambjóðanda. Til þess að það sé nú sæmilegur bragur að því, þá þarf að vera drjúgur aðdragandi.“ Þrýstingur framámanna í flokki forsetans muni ekki reynast sérlega dýrkeyptur, þó Biden endi á að fara fram. „Eins og staðan er núna, þá á hann bara einfaldlega ekki séns.“
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41
Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. 20. júlí 2024 15:29