Rússnesk þingkona gagnrýnir lyfjanotkun Biles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 12:45 Simone Biles er sigursælasta fimleikakona allra tíma. getty/Nikolas Liepins Svetlana Zhurova frá Rússlandi réðist nokkuð harkalega á bandarísku fimleikastjörnuna Simone Biles í viðtali og ýjaði að því hún kæmist ekki í gegnum daginn án lyfja. Zhurova vann til gullverðlauna í skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó fyrir átján árum. Hún situr í dag á rússneska þinginu. Zhurova tjáði sig um Biles, sigursælustu fimleikakonu allra tíma, í nýlegu viðtali við RIA Novosti og gerði andleg veikindi hennar og lyf sem hún tekur vegna þeirra að umtalsefni sínu. „Hún kemst ekki af án lyfja,“ sagði Zhurova en Biles tekur ritalín vegna athyglisbrests og ofvirkni. Ritalín er á bannlista Wada, alþjóða lyfjaeftirlitsins, en Biles fær undanþágu til að nota lyfið. Zhurova finnst það skjóta skökku við. „Ef annað íþróttafólk notar örlítið ritalín er það umsvifalaust dæmt úr leik. Það er ekki sanngjarnt að hún fái að nota lyfið en annað íþróttafólk ekki,“ sagði sú rússneska. „Kannski eru læknarnir í blekkingarleik þegar hún kemst ekki í gegnum daginn án lyfja. Ég spyr Wada hvort svona greiningar séu leyfðar.“ Biles er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. Hún sló í gegn á leikunum í Ríó 2016 en þurfti að draga sig úr keppni í Tókýó fyrir þremur árum vegna andlegra veikinda. Biles hefur unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, þar af fernra gullverðlauna. Ólympíuleikar 2024 í París Fimleikar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Sjá meira
Zhurova vann til gullverðlauna í skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó fyrir átján árum. Hún situr í dag á rússneska þinginu. Zhurova tjáði sig um Biles, sigursælustu fimleikakonu allra tíma, í nýlegu viðtali við RIA Novosti og gerði andleg veikindi hennar og lyf sem hún tekur vegna þeirra að umtalsefni sínu. „Hún kemst ekki af án lyfja,“ sagði Zhurova en Biles tekur ritalín vegna athyglisbrests og ofvirkni. Ritalín er á bannlista Wada, alþjóða lyfjaeftirlitsins, en Biles fær undanþágu til að nota lyfið. Zhurova finnst það skjóta skökku við. „Ef annað íþróttafólk notar örlítið ritalín er það umsvifalaust dæmt úr leik. Það er ekki sanngjarnt að hún fái að nota lyfið en annað íþróttafólk ekki,“ sagði sú rússneska. „Kannski eru læknarnir í blekkingarleik þegar hún kemst ekki í gegnum daginn án lyfja. Ég spyr Wada hvort svona greiningar séu leyfðar.“ Biles er á leið á sína þriðju Ólympíuleika. Hún sló í gegn á leikunum í Ríó 2016 en þurfti að draga sig úr keppni í Tókýó fyrir þremur árum vegna andlegra veikinda. Biles hefur unnið til sjö verðlauna á Ólympíuleikum, þar af fernra gullverðlauna.
Ólympíuleikar 2024 í París Fimleikar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Sjá meira