Burstaði hlaupið en tapaði samt: Algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 11:00 Jake Odey-Jordan stakk alla af í hlaupinu en hætti að hlaupa og missti þrjá fram úr sér. Getty/Jurij Kodrun Breski spretthlauparinn Jake Odey-Jordan var yfirburðamaður í sínum riðli í 200 metra hlaupi á EM unglinga í Slóvakíu um helgina en endaði samt bara í fjórða sæti í hlaupinu og datt úr leik. Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira