„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2024 13:01 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, segir tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni áhættuhegðun barna Vísir/Vilhelm Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“ Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“
Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira