Fulltrúar Fatah og Hamas undirrita viljayfirlýsingu í Peking Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:58 Mahmoud al-Aloul og Mussa Abu Marzuk ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. epa/Pedro Pardo Fulltrúar Fatah og Hamas, sem hafa fundað í Pekíng í vikunni, undirrituðu yfirlýsingu í gær þar sem fjallað er um bráðabirgðastjórn yfir Gasa og Vesturbakkanum þegar átökum lýkur. Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira