Miðlífskrísa getur hins vegar verið tímabil sem fólk fer í gegnum, sérstaklega eftir stórar breytingar. Til dæmis hjónaskilnað, atvinnumissi, stöðubreytingu, ástvinamissi, heilsubrest og svo framvegis.
Já, það er oft eitthvað sem triggerar.
Eitthvað sem fær okkur til að endurskoða nánast allt í okkar eigin lífi; allt frá útliti, lífstíl yfir í makasamband eða starfsvettvang.
Í dag ætlum við hins vegar að rýna í algeng einkenni miðlífskrísu. Því það að ræða málin við okkar nánasta eða leita til fagaðila, er auðveldari skref að taka ef við áttum okkur á því að við séum að upplifa einhvers konar krísu.
Hér eru nokkur algeng einkenni:
1. Eftirsjá eða depurð
Sumir upplifa eftirsjánna þannig að fara aftur og aftur að hugsa um eitthvað liðið og sjá eftir því að hafa ekki breytt öðruvísi. Til dæmis að hafa ekki slegið til og látið reyna á eitthvað samband með aðila þegar það var ungt (og er ekki makinn í dag) eða einhvern starfsvettvang eða nám.
2. Eirðarleysi og dagdraumar
Þótt lífið sé fyrir löngu komið í fastar skorður ferðu allt í einu að upplifa ákveðið eirðarleysi í rútínunni þinni og jafnvel dagdrauma um að daglega lífið þitt sé einhvern veginn allt öðruvísi en það er.
3. Pirringur
Erfiðar skapsveiflur sem oftast bitna á þínum nánustu, til dæmis maka eða foreldrum, nánustu vinum eða fullorðnum börnum.
4. Fortíðarþrá (nostalgía)
Í stað þess að lifa í núinu og njóta þess sem þú hefur í dag, dettur þú í þá gryfju að upplifa smá fortíðarþrá. Ert endalaust að rifja upp gamla og góoða tíma þegar allt var svo frábært. Jafnvel þegar þú varst allt öðruvísi; alltaf í íþróttum eða ræktinni, að skemmta þér með skólafélögum og svo framvegis.
5. Hvatvísi, drykkja, fíkn
Sumir detta í eitthvað munstur sem þeir hefðu síst viljað. Áfengisdrykkja eykst hjá sumum, aðrir taka verkjalyf og átta sig jafnvel ekki á óþóðafíkninni sem oft fylgir á meðan sumir fara í allt aðrar áttir: Verða hvatvísir og ráðast í stórkaup oftar, meir eða öðruvísi en áður.
Í raun er verið að tala um einhvers konar hegðun sem felur í sér að viðkomandi er að reyna að fylla upp í eitthvað tómarúm eða vanlíðan, án þess að vita nákvæmlega hvað veldur. Ekkert reynist síðan fullnægja.
6. Breytt kynhvöt
Þessar breytingar geta endurspeglast í báðar áttir; hjá sumum minnkar kynhvötin og verður jafnvel engin á meðan aðrir upplifa aukna kynhvöt, leiðast jafnvel út í framhjáhald eða efasemdir um núverandi samband.
7. Eldmóður/drifkraftur
Allt í einu fyllist þú nýjum eldmóði og krafti, ferð að hreyfa þig meir, huga öðruvísi að lífstílnum, útlitinu, heimilinu, áhugamálum, hvort þú viljir vera í þessu starfi sem þú ert í eða breyta til og svo framvegis.
Hjá sumum er þessu reyndar öfugt farið og það sem áður dreif þig áfram eða fyllti þig eldmóði, gerir það ekki lengur og þér finnst þú ekki hafa nein markmið að stefna að eða hlakka til.