Um 100 manns frá Eþíópíu búa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. júlí 2024 20:05 Það var mjög góð stemning í hópnum, sem mætti á Flúðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar frá Eþíópíu, sem búa hér á landi koma saman þessa dagana til að syngja, dansa og biðja, ásamt því að borða góðan mat saman með puttunum. Með því er verið að fagna Gabríel erkiengli en ein slík hátíð var haldin á Flúðum í gær. Það fyrsta sem hópurinn gerði þegar hann kom út úr rútunni var að syngja og dansa og fagna þannig lífinu og Gabríel hátíðinni, sem stendur yfir þessa dagana. Um 100 íbúar frá Eþíópíu búa á Íslandi, m.a. Azeb Kahssay Gebre, sem rekur veitingastaðinn Minilika á Flúðum með Árna Magnúsi, manni sínum þar sem Eþíópískur matur er í boði borðaður með puttunum. „Matur frá Eþíópíu er mjög góður matur, sterkur matur, jþó ekki mjög sterkur, bara passlegt sterkur og glútenfrítt brauð með,” segir Azeb. Azeb Kahssay Gebre, annar eigandi Eþíópíska veitingastaðarins á Flúðum er mjög ánægð á Íslandi en finnst oft kalt úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að hópurinn hafði borðað þá hófst trúarleg athöfn hátíðarinnar, prestur kirjaði og fór með allskonar bænir og svo var biblía látin ganga á milli fólksins og allir kysstu biblíuna. Það var líka athyglisvert að sjá grasið á gólfinu en það er siður þegar hópur eins og þessi kemur saman að sáldra því á gólfið. Sigurður Ingi Hermannsson á konu frá Eþíópíu og segir hann fólkið þar dásamlegt. „Það er bara ótrúlega gestrisið og fallegt og gott fólk.” Athöfnin á Flúðum fór mjög vel fram og var fjölsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eþíópíska fólkinu líður greinilega mjög vel á Íslandi og er ánægt. „Allt er best á Íslandi, allt gott á Íslandi”, segir Grunnesh frá Eþíópíu, sembýr á Íslandi með sinni fjölskyldu. Og krakkarnir sungu nokkur lög, klöppuðu með og nutu þess að vera á Flúðum. Minilik er vinsæll veitingastaður á Flúðum þar sem boðið er upp á mat frá Eþíópíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Eþíópía Innflytjendamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Það fyrsta sem hópurinn gerði þegar hann kom út úr rútunni var að syngja og dansa og fagna þannig lífinu og Gabríel hátíðinni, sem stendur yfir þessa dagana. Um 100 íbúar frá Eþíópíu búa á Íslandi, m.a. Azeb Kahssay Gebre, sem rekur veitingastaðinn Minilika á Flúðum með Árna Magnúsi, manni sínum þar sem Eþíópískur matur er í boði borðaður með puttunum. „Matur frá Eþíópíu er mjög góður matur, sterkur matur, jþó ekki mjög sterkur, bara passlegt sterkur og glútenfrítt brauð með,” segir Azeb. Azeb Kahssay Gebre, annar eigandi Eþíópíska veitingastaðarins á Flúðum er mjög ánægð á Íslandi en finnst oft kalt úti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að hópurinn hafði borðað þá hófst trúarleg athöfn hátíðarinnar, prestur kirjaði og fór með allskonar bænir og svo var biblía látin ganga á milli fólksins og allir kysstu biblíuna. Það var líka athyglisvert að sjá grasið á gólfinu en það er siður þegar hópur eins og þessi kemur saman að sáldra því á gólfið. Sigurður Ingi Hermannsson á konu frá Eþíópíu og segir hann fólkið þar dásamlegt. „Það er bara ótrúlega gestrisið og fallegt og gott fólk.” Athöfnin á Flúðum fór mjög vel fram og var fjölsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eþíópíska fólkinu líður greinilega mjög vel á Íslandi og er ánægt. „Allt er best á Íslandi, allt gott á Íslandi”, segir Grunnesh frá Eþíópíu, sembýr á Íslandi með sinni fjölskyldu. Og krakkarnir sungu nokkur lög, klöppuðu með og nutu þess að vera á Flúðum. Minilik er vinsæll veitingastaður á Flúðum þar sem boðið er upp á mat frá Eþíópíu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Eþíópía Innflytjendamál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira