„Óvænt bakslag“ en ein verðbólgumæling breytir ekki heildarmyndinni
Þegar leiðrétt er fyrir sveiflukenndum liðum í vísitölu neysluverðs, ásamt ytri þáttum sem tengjast ekki íslensku hagkerfi, þá virðist verðbólguþrýstingurinn enn vera nokkuð yfir markmiði Seðlabankans þótt hann hafi vissulega minnkað frá því að hann náði hámarki. Óvænt hækkun verðbólgunnar í þessum mánuði breytir ekki heildarmyndinni, að mati hagfræðinga Arion banka, en þeir benda á að verð á bæði innlendum vörum og þjónustu hefur verið að hækka af mikið að undanförnu.
Tengdar fréttir
Verðbólgan ekki að „taka aftur á skeið“ en leiðin að markmiði verður löng
Skörp hækkun verðbólgunnar í júlí, langt umfram spár greinenda, þýðir að möguleg vaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í næsta mánuði er núna „endanlega út af borðinu,“ að mati aðalhagfræðings Kviku banka, og biðin eftir vaxtalækkunarferlinu gæti jafnvel lengst fram yfir áramót. Það er áhyggjuefni hve yfirskotið er á breiðum grunni og er til marks um að „síðasta mílan“ geti orðið nefndinni óþægur ljár í þúfu.