Mannlíf greindi frá þessu fyrr í dag.
Byggðu rennibrautir eftir íbúakosningu
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þegar sundlaugin var upphaflega hönnuð og byggð, hafi ekki átt að vera nein rennibraut. Svo hafi verið kosið að fá rennibraut í sundlaugina í íbúakosningunum Hverfið mitt, og farið hafi verið beint í þær framkvæmdir.
„Og þá miðað við upphaflegu teikningarnar, þá finnst þeim varðturninn ekki vera heppilegur miðað við staðsetningu rennibrautanna. Úr þessum nýja varðturni sést allt rosa vel,“ segir Eva.
Hún segir að þetta sé ekkert stórmál og að framkvæmdirnar séu í raun framhald af framkvæmdunum við að gera rennibraut þar sem ekki átti að vera rennibraut.
Nýi varðturninn verði með góða sýn yfir allt svæðið, þar með talið rennibrautirnar. Það sé heppilegra en að vera með myndavélar á svæðinu. Talið er að framkvæmdum ljúki í september.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 65 milljónir.