Stýrivextir verða að lækka Fjóla Einarsdóttir skrifar 26. júlí 2024 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að styðja við smáframleiðendur og versla við litlu staðina sem leggja allt sitt í að framleiða vöru eða þjónusta þig í sinni heimabyggð. Þið sjáið fréttir vikulega um litla staði sem fara í gjaldþrot. Ástæðan er svo einföld. Seðlabanki Íslands. Stýrivextir í hæstu hæðum. Það eru ekki bara smáframleiðendur og lítil fyrirtæki sem eru að bugast. Allir þeir sem hafa litla innkomu þola ekki að húsnæðislánin hafi hækkað svona mikið seinustu mánuði og ár. Já seinustu ár! Þetta tímabil stýrivaxta í hæstu hæðum hefur verið of langt. Við erum að tala um að lítil fyrirtæki sem hafa jafnvel verið starfandi í yfir 30 ár eru að bugast. Þetta er einfaldlega ekki hægt. Þeir sem minnst mega sín geta ekki meir. Álagið er of mikið. Næsta ákvörðun Seðlabanka Íslands er áætluð í lok ágúst. Verður sú ákvörðun hengingaról litlu fyrirtækjanna og þeirra einstaklinga sem minnst hafa á milli handanna eða fáum við veglega lækkun eftir að hafa tekið duglega þátt í að ná verðbólgunni niður seinustu mánuði. Ásgeir og þið hin sem hafið lífæð okkar í ykkar höndum? Hvað ætlið þið að gera? Við hin. Hvað er hægt að gera? Hvað getum við gert kæru Íslendingar á meðan ástandið er svona? Við getum verslað í heimabyggð. Við getum verslað íslenskt. Á ferð um landið skulum við stoppa á litlu stöðunum. Snæða á Skúrnum í Stykkishólmi, stoppa við á Völlum í Svarfaðardal, Litlu kaffistofunni, steinasafni Petru og kaffi Sunnó á Stöðvarfirði, Valkyrjunni i Reykjavík, Nándinni í Hafnarfirði, Ölverki, Rósarkaffi, Skyrgerðinni, Matkránni og Hoflandi í Hveragerði, Halldórskaffi í Vík, GK bakarí, Made in Iceland og Kaffi krús á Selfossi. Ég gæti talið upp svo mikið af litlum fallegum stöðum um land allt þar sem hugsað er vel um alla sem þangað koma. Allt lagt undir. Eigendur sjálfir standa vaktina. Við Íslendingar þurfum að standa saman með smáframleiðendum og litlu fyrirtækjunum þegar Seðlabanki Íslands er atvinnulífið á Íslandi að drepa með stýrivöxtum. Við þurfum að standa saman og versla á litlu mörkuðunum á bæjarhátíðunum í sumar um allt land. Við þurfum að styðja við smáframleiðendur. Já og á meðan staðan er svona á íslenskum fjármálamarkaði þá þurfum við að vera duglega að setja inn í frískápana í hverju samfélagi, þau sem minnst hafa á milli handanna eiga engan aur seinustu daga hver einustu mánaðarmót og það á enginn að fara að sofa svangur í ríku landi eins og Íslandi. Það er þó staðreynd í okkar fallega landi. Skömm að því. Að lokum langar mig til að segja að þegar ég bjó í Dakar, Senegal vestur Afríku, fékk ég að gjöf 100 lítra af vatni frá vinum mínum sem bjuggu í öðru hverfi eftir átta daga vatnsleysi hjá okkur fjölskyldunni. Ég hef aldrei á ævinni verið eins glöð eins og þann dag sem ég fékk þessa vatnsgjöf. Við hér á Íslandi erum rík þjóð. Við höfum aldrei þurft að upplifa skort af vatni. Ég er þakklát fyrir að hafa upplifað vatn sem gjöf. Vandi okkar hér á Íslandi er sjálfskapaður og hann er hægt að leysa. Vilji stjórnvalda og Seðlabanka Íslands til þess að leysa vandann er það eina sem vantar upp á. Við vitum að stéttarfélögin eru svo sannarlega búin að gera sitt. Ásgeir og þið hin sem hafið allt um málið að segja. Við erum að gera okkar besta. Nú er þitt og ykkar að leysa vandann með einu pennastriki. Einu pennastriki! Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun