Hugmyndafræðilegur ágreiningur klýfur Murdoch-fjölskylduna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2024 11:23 Rupert og Lachlan eru sagðir standa saman í að vilja knýja breytingarnar í gegn, gegn vilja Prudence, Elisabeth og James. Getty/GC Images/Jean Catuffe Miklar deilur standa nú innan Murdoch-fjölskyldunnar eftir að ættfaðirinn og fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch freistaði þess að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem var stofnaður þegar hann skildi við aðra eiginkonu sína, Önnu Murdoch Mann. Meðal þess sem Mann krafðist þegar hún skildi við eiginmann sinn var að kveðið yrði á um það í skilnaðarsáttmálanum að þau fjögur börn sem Rupert átti á þessum tíma fengju öll jafnan atkvæðarétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Börnin fjögur voru Prudence, sem Rupert átti með fyrstu eiginkonu sinni Patriciu Booker, og Elisabeth, Lachlan og James, sem Rupert átti með Mann. Elisabeth og James árið 2010.Getty/Indigo Stofnaður var fjölskyldusjóður um fjölmiðlasamsteypuna News Corp með næstum óhagganlegum skilmálum, sem kveða á um að börnin fjögur hljóti öll jafnan rétt til ákvarðanatöku þegar faðir þeirra fellur frá. Rupert hefur síðan eignast tvær dætur til viðbótar með Wendi Deng, þriðju eiginkonu sinni en stúlkurnar, Grace og Chloe, munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt. Samkvæmt New York Times standa deilurnar, sem fyrr segir, um tilraunir Rupert til að fá skilmálum sjóðsins breytt, á þann veg að Lachlan Murdoch, sem tók við stjórn News Corp árið 2019, fari alfarið með stjórn þess. Prudence fyrir brúðkaup föður síns og Jerry Hall.Getty/GC Images/Alex Huckle/Neil Mockford Það sé börnunum fyrir bestu að taka af þeim völdin Deilan virðist grundvallast á hugmyndafræðilegum ágreiningi en Lachlan hefur fylgt í fótspor föður síns hvað varðar stuðning hans við íhaldssamari öfl stjórnmálanna, á meðan systkini hans þrjú hafa til að mynda gagnrýnt fréttaflutning Fox News og viljað færa fjölmiðla fjölskyldunnar meira í átt að miðju. Prudence, Elizabeth og James eru sögð óánægð með þá stefnu sem Lachlan hefur tekið, meðal annars með tilliti til einarðs stuðnings Fox News við Donald Trump og Rupert er sagður hafa áhyggjur af því að þremenningarnir munu freista þess að koma Lachlan frá þegar fram líða stundir. Rupert er sagður hafa átt fund með Prudence og Elisabeth í Lundúnum þar sem hann lagði breytingarnar á sjóðnum fyrir þær og vonaðist til að ná sáttum. Þær eru hins vegar sagðar hafa brugðist hinar reiðustu við. Það mun væntanlega verða dómstóla að kveða á um það hvort Rupert er heimilt að gera umræddar breytingar á skilmálum fjölskyldusjóðsins en skilmálarnir leyfa breytingar sem gerðar eru í góðri trú og öllum til hagsbóta. Lögmenn hans munu halda því fram að það sé nauðsynlegt, þar sem erjur á milli „barnanna“ gætu komið niður á stefnu fjölmiðla News Corp og þannig rýrt virði þeirra. Það sé þannig Prudence, Elisabeth og James raunar í hag að Lachlan haldi einn um stjórnartaumana. Rupert ásamt Wendi Deng og dætrunum Grace og Chloe. Deng var þriðja eiginkona Ruperts en hann gekk nýlega í sitt fimmta hjónaband.Getty/Steven Ferdman Gríðarlegir hagsmunir í húfi Systkinin þrjú, sem hafa áður deilt, standa sameinuð gegn föður sínum og Lachlan í umræddu máli og hafa ráðið sameiginlega lögfræðinga. Deilurnar minna óneitanlega á hina gríðarvinsælu HBO þætti Succession, sem eru sagðir hafa verið byggðir á drama innan Murdoch fjölskyldunnar. Líkt og persónurnar í Succession eru erfingjar Murdoch langt í frá á flæðiskeri staddir en hver og einn þeirra, þar með taldar Grace og Chloe, fengu um það bil tvo milljarða dala í sinn hlut þegar Rupert ákvað að selja kvikmyndaver sín og aðrar eignir til Walt Disney Company. James Murdoch og eiginkona hans Kathryn tilkynntu á þeim tíma að þau hygðust nýta hluta fjármunanna til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt þeirra mála þar sem afstaða barnanna þriggja og umfjöllun Fox News fara ekki saman. Auk þess að stjórna Fox News á Murdoch-fjölskyldan, í gegnum News Corp, miðla á borð við Wall Street Journal, New York Post, The Sunday Times og The Sun í Bretlandi. Þá á News Corp miðla í Ástralíu og bókaútgáfuna HarperCollins. News Corp er metið á um 15 milljarða Bandaríkjadala en áhrif fyrirtækisins á almenna umræðu eru mögulega ómetanleg. Þannig gæti það skipt verulegu máli hvernig dómsmálið fer. Bandaríkin Bretland Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Meðal þess sem Mann krafðist þegar hún skildi við eiginmann sinn var að kveðið yrði á um það í skilnaðarsáttmálanum að þau fjögur börn sem Rupert átti á þessum tíma fengju öll jafnan atkvæðarétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Börnin fjögur voru Prudence, sem Rupert átti með fyrstu eiginkonu sinni Patriciu Booker, og Elisabeth, Lachlan og James, sem Rupert átti með Mann. Elisabeth og James árið 2010.Getty/Indigo Stofnaður var fjölskyldusjóður um fjölmiðlasamsteypuna News Corp með næstum óhagganlegum skilmálum, sem kveða á um að börnin fjögur hljóti öll jafnan rétt til ákvarðanatöku þegar faðir þeirra fellur frá. Rupert hefur síðan eignast tvær dætur til viðbótar með Wendi Deng, þriðju eiginkonu sinni en stúlkurnar, Grace og Chloe, munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt. Samkvæmt New York Times standa deilurnar, sem fyrr segir, um tilraunir Rupert til að fá skilmálum sjóðsins breytt, á þann veg að Lachlan Murdoch, sem tók við stjórn News Corp árið 2019, fari alfarið með stjórn þess. Prudence fyrir brúðkaup föður síns og Jerry Hall.Getty/GC Images/Alex Huckle/Neil Mockford Það sé börnunum fyrir bestu að taka af þeim völdin Deilan virðist grundvallast á hugmyndafræðilegum ágreiningi en Lachlan hefur fylgt í fótspor föður síns hvað varðar stuðning hans við íhaldssamari öfl stjórnmálanna, á meðan systkini hans þrjú hafa til að mynda gagnrýnt fréttaflutning Fox News og viljað færa fjölmiðla fjölskyldunnar meira í átt að miðju. Prudence, Elizabeth og James eru sögð óánægð með þá stefnu sem Lachlan hefur tekið, meðal annars með tilliti til einarðs stuðnings Fox News við Donald Trump og Rupert er sagður hafa áhyggjur af því að þremenningarnir munu freista þess að koma Lachlan frá þegar fram líða stundir. Rupert er sagður hafa átt fund með Prudence og Elisabeth í Lundúnum þar sem hann lagði breytingarnar á sjóðnum fyrir þær og vonaðist til að ná sáttum. Þær eru hins vegar sagðar hafa brugðist hinar reiðustu við. Það mun væntanlega verða dómstóla að kveða á um það hvort Rupert er heimilt að gera umræddar breytingar á skilmálum fjölskyldusjóðsins en skilmálarnir leyfa breytingar sem gerðar eru í góðri trú og öllum til hagsbóta. Lögmenn hans munu halda því fram að það sé nauðsynlegt, þar sem erjur á milli „barnanna“ gætu komið niður á stefnu fjölmiðla News Corp og þannig rýrt virði þeirra. Það sé þannig Prudence, Elisabeth og James raunar í hag að Lachlan haldi einn um stjórnartaumana. Rupert ásamt Wendi Deng og dætrunum Grace og Chloe. Deng var þriðja eiginkona Ruperts en hann gekk nýlega í sitt fimmta hjónaband.Getty/Steven Ferdman Gríðarlegir hagsmunir í húfi Systkinin þrjú, sem hafa áður deilt, standa sameinuð gegn föður sínum og Lachlan í umræddu máli og hafa ráðið sameiginlega lögfræðinga. Deilurnar minna óneitanlega á hina gríðarvinsælu HBO þætti Succession, sem eru sagðir hafa verið byggðir á drama innan Murdoch fjölskyldunnar. Líkt og persónurnar í Succession eru erfingjar Murdoch langt í frá á flæðiskeri staddir en hver og einn þeirra, þar með taldar Grace og Chloe, fengu um það bil tvo milljarða dala í sinn hlut þegar Rupert ákvað að selja kvikmyndaver sín og aðrar eignir til Walt Disney Company. James Murdoch og eiginkona hans Kathryn tilkynntu á þeim tíma að þau hygðust nýta hluta fjármunanna til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt þeirra mála þar sem afstaða barnanna þriggja og umfjöllun Fox News fara ekki saman. Auk þess að stjórna Fox News á Murdoch-fjölskyldan, í gegnum News Corp, miðla á borð við Wall Street Journal, New York Post, The Sunday Times og The Sun í Bretlandi. Þá á News Corp miðla í Ástralíu og bókaútgáfuna HarperCollins. News Corp er metið á um 15 milljarða Bandaríkjadala en áhrif fyrirtækisins á almenna umræðu eru mögulega ómetanleg. Þannig gæti það skipt verulegu máli hvernig dómsmálið fer.
Bandaríkin Bretland Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“