Hver er hún þessi drusla? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 26. júlí 2024 13:31 Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Kynferðisofbeldi Druslugangan Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fann ekki nákvæma starfslýsingu en læt mínar hugleiðingar fylgja hér á eftir. Hún er dóttir, systir, frænka, móðir og jafnvel amma, hún er góða kennslukonan, sæta stelpan í næsta húsi, umhyggjusama hjúkrunarkonan, sem einhver fann þörf hjá sér til að svívirða, misnota og meiða, nauðga, beita kynferðislegu ofbeldi, niðurlægja og drottna yfir. Svo núna er þessi gullfallega manneskja sem okkur er kær orðin drusla, svo þannig verða druslu til, skilst mér. Var það af því hún var í stuttu pilsi, flegnari skyrtu, drakk of mikið, brosti og hló of mikið, dansaði of vilt, hreyfði sig of æsandi. Nei það er engin hegðun né klæðnaður sem „réttlætir“ nauðgun, þá hefði „mátt“ nauðga flestum okkar einhver tíman á lífsleiðinni. „Hún bauð upp á það að vera nauðgað“, „hún bað um að sér yrði nauðgað“, svona klædd, verandi þarna, svona drukkin, eins og hún lét. Það á alltaf að kæra nauðgun, segja frá, skila skömminni, hún er ekki okkar að burðast með, við báðum ekki um að vera nauðgað. Nauðgun er ofbeldi og er aldrei þolandanum að kenna, aldrei. En hvað er það sem gerist, hvað fær ungan glæsilegan mann, vin, pabba jafnvel afa til að nauðga? og eyðileggja líf þess sem fyrir honum verður? Ég trúi ekki að það ætli sér einhver að eyðileggja líf annara, valda þeim sársauka, vanlíðan og hræðslu, niðurlægja. Þessi undarlega eftir á skýring „hún er bara drusla“ sem réttlæti á verknaðinum verður að teljast undarleg, Hún var ekki svo mikil drusla að hún svæfi hjá þér svo þú þurftir að nauðga henni, hvað segir það um þig, ekki einu sinni drusla vill þig, og það gerir þig að svo stórum og miklum karlmanni að nauðga druslu, þú ert ekki vandur að virðingu þinni, eða er það kannski þú sem ert druslan hér? Það var kalt vetrarkvöld 1983 sem „vinur“ minn ákvað að gera mig að druslu, ég var 17 ára, hann 29, við vorum „fastagestir“ í Þórskaffi á þessum árum, gátum talað um allt, hlógum mikið, ég fór stundum með honum heim að hlusta á plötur en hann átti flott safn laga sem maður heyriði almennt ekki í útvarpi. Það var aldrei neitt kynferðislegt, engin snerting né kossar bara vinskapur. Þetta kvöld var ég óvenju þreytt, búinn að vinna mikið síðustu daga, svo ég sofnaði, ég var ekki einu sinni að drekka bara þreytt. Ég vaknaði við að hann er ofan á mér. Hann meiddi mig ekkert mikið, og baðst meira að segja afsökunar þegar ég sagðist hafa verið „hrein mey“, en hann tók ekki sakleysi mitt það var gert mörgum árum áður. Það hefði aldrei þítt að kæra hann, ekki á þeim tíma allavegana. Auðvitað veit ég að það eru ekki bara karlmenn sem nauðga og ekki bara konum sem er nauðgað. Margir gerendur eiga við andleg veikindi að stríða sem þeir hafa ekki fengið hjálp með, þar eru báðir aðilar í raun fórnarlömb Varúð! þið gætuð séð druslur á ferð í miðborg Reykjavíkur á laugardag en þá ætla þær í sína árlegu Druslugöngu, nú í tólfta sinn. Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á laugardaginn, Þann 27 júlí. Höfundur er DRUSLA
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar