Leikmenn í Bestu og Olís-deildunum bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir íþróttafólk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 08:30 Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson starfa sem sálfræðingar meðfram því að spila í efstu deild í handbolta og fótbolta. vísir/arnar Íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson hafa stofnað fyrirtækið Hugrænn styrkur þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir afreksfólk í íþróttum. „Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
„Þetta er sálfræðiþjónusta sem við erum að bjóða upp á sem miðar að því að veita þjónustu fyrir afreksfólk, aðallega í íþróttum en einnig á öðrum sviðum í lífinu. Þjónustan er fjölþætt,“ sagði Viktor í samtali við Vísi. Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki ný en hún kviknaði á námsárum þeirra Viktors og Hjálmtýs. „Í raun er þetta er gömul hugmynd hjá okkur. Við kynntust þegar við vorum saman í grunnnámi fyrir sjö árum. Við fórum í gegnum námið og ákváðum að við vildum öðlast smá reynslu sem sálfræðingar. Við erum báðir úr íþróttunum og höfum alltaf haft þá hugmynd að koma okkur þar inn með sálfræðimenntunina,“ sagði Hjálmtýr. Viktor hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks undanfarin ár. Hér hefur hann góðar gætur á Benóný Breka Andréssyni, framherja KR, í leik í Bestu deildinni á dögunum.vísir/hag En að hverjum er þjónustan miðuð? „Við höfum reynslu úr íþróttum og við getum miðlað af henni, þannig að íþróttafólki og mikið til ungu íþróttafólki sem getur nýtt sér þessa þjónustu. Við bjóðum upp á fræðslu í myndbandsformi, námskeið og fyrirlestra og síðan erum við sjálfir með einstaklingsviðtöl sem við tökum á stofunum sem við vinnum á,“ sagði Viktor. „Þetta er helst fyrir fólk sem er að leita sér að einhverjum verkfærum til að takast á við hausinn og kannski einhverjar erfiðar tilfinningar í tengslum við íþróttir eða eitthvað annað sem fólk er að reyna að skara fram úr í.“ Þótt umræðan og vinnan með andlegu hliðina sé mun meiri en fyrir nokkrum árum eru enn sóknarfæri á því sviði. „Við erum úr þessum íþróttaheimi og höfum séð að það vantar aðeins þarna upp á. Það er hægt að gera aðstoðina meiri og aðgengilegri fyrir fleiri,“ sagði Hjálmtýr en strákarnir ætla meðal annars að hasla sér völl á landsbyggðinni. „Við vitum að það er kannski ekki mikið aðgengi að þessu þar þannig við ætlum að reyna að finna einhverja lausn á því og hafa þetta fyrir fleiri.“ Hjálmtýr tók sér frí frá handbolta á síðasta tímabili en ætlar að reima skóna aftur á sig fyrir veturinn og spila með Stjörnunni í Olís-deildinni.vísir/hulda margrét Viktor segir að íþróttahreyfingin og félögin í landinu geti gert enn betur þegar kemur að aðstoð við andlega hlutann í íþróttum. „Við teljum klárlega að það sé pláss fyrir bætingu þarna. Það er kannski ekki langt síðan þessi umræða var bara tabú. Við erum með hlaðvarp, sem er hluti af þessu batteríi okkar, sem er að opna þessa umræðu. Kannski getur fólk speglað sig í íþróttahetjunum sínum, heyrt þau tala um andlega erfiðleika eða hvað sem það er,“ sagði Viktor. „Íþróttahreyfingin er klárlega að reyna og bæta í. En það klárlega töluvert í land og maður væri tilbúinn að sjá þetta sem jafn sjálfsagt og sjúkraþjálfun í íþróttafélögunum. Og fleiri framfaraskrefum komust vonandi við þangað.“ Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira