Sessegnon þótti afar efnilegur en hann var aðeins 16 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Fulham. Eftir að hafa slegið í gegn þar og leikið 106 deildarleiki var hann seldur til Tottenham árið 2019 en fjölmörg stórlið höfðu áhuga á honum þá.
Ferillinn hjá Tottenham fór ágætlega af stað en þrálát meiðsli í lærvöðva hafa haldið honum ítrekað utan vallar síðustu ár. Hann lék raunar ekki sinn fyrsta leik fyrir liðið fyrr en í nóvember 2019 vegna téðra meiðsla.
19y 207d - Ryan Sessegnon has become Spurs' youngest scorer in the Champions League, as well as the first teenager to score for the club in the competition. Dream. #UCL #FCBTOT pic.twitter.com/gTtibf3VU1
— OptaJoe (@OptaJoe) December 11, 2019
Tímabilið 2020-21 var hann lánaður til Hoffenheim þar sem hann náði sér aðeins á strik en meiðslin héldu áfram að plaga hann og á síðasta tímabili kom hann aðeins við sögu í einum leik hjá Tottenham.
Sessegnon fór í tvær aðgerðir á síðasta tímabili, fyrst á vinstri fæti en lærvöðvinn þar hafði plagað hann árum saman. Hann þurfti svo að fara á aðgerð á hinum fætinum einnig. Sjaldan er ein báran stök eins og þeir segja.
Síðustu vikur hefur Sessegnon æft með Crystal Palace en fleiri lið í ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa haft áhuga á að láta reyna á hvort Sessegnon hafi náð sér af meiðslum sínum.
🚨⚪️⚫️ EXCLUSIVE: Fulham agree deal to sign Ryan Sessegnon as free agent, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2024
After training with Crystal Palace for weeks, former Spurs LB will join Fulham.
Agreement in place as Fulham beat competition from several PL clubs to sign Sessegnon. pic.twitter.com/kj6mIQ76Rw