Skemmdir hafa orðið á fleiri vegum og mjög litlar líkur á því að þeir verði opnaðir í dag, að sögn Vegagerðarinnar. Búið er að loka vegum F232, F232, F208, F208 og F210 á hálendi.
„Þetta gerist árlega að einhverjir katlar tæma sig en það er sjaldan sem atburðirnir verða stórir. Síðast var stóratburður í Skálm 2011 sem varði í nokkrar klukkustundir. Mesta hættan af þessu er nærri jökulsporðunum þar sem jökulvatnið geisar út,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni fyrr í dag.
Hann segir að þessu geti fylgt mikil gasmengun, og það geti verið hættulegt fyrir fólk að vera í lægðum í landslaginu nálægt jökulsporðunum þar sem gasið safnast saman. Mestar áhyggjur eru af ferðafólki við Kötlujökul í austanverðum Mýrdalsjökli og Emstrur.



Fréttin hefur verið uppfærð.