Ferðamenn festu bíl á Fjallabaksleið nyrðri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2024 14:45 Fólkið festi bílinn í Jökulgilskvísl á Fjallabaksleið nyrðri. Það er ekki ólíklegt að þau hafi ætlað að fara hjáleið vegna lokunarinnar á hringveginum. Landsbjörg Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni. Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Rétt fyrir hádegi barst Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landmannalaugum útkall vegna málsins. Félagar úr björgunarsveitinni Ægi í Garði voru að ljúka hálendisvakt í dag, en þeir brugðust skjótt við og héldu á staðinn. Voru gegnblaut og köld „Þegar að var komið var fólkið komið út úr bílnum og hélt til á þaki hans. Björgunarmaður með straumvatns-björgunarbúnað óð til þeirra og aðstoðaði fólkið í land. Þau voru gegnblaut, mikið vatn hafði flætt inn í bíl þeirra, og talsvert köld,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Björgunarmaður með straumvatnsbjörgunarbúnað óð til fólksins og kom þeim í land.Landsbjörg Ferðamennirnir voru vafnir í ullarteppi þegar þau komu í land og færð í bíl björgunarsveitarinnar. Bíllinn var losaður úr ánni, reyndist gangfær, og var fluttur að Landmannalaugum ásamt fólkinu, þar sem þeirra beið heitt kakó og vel kynt hús. Hjáleið fyrir vel útbúna bíla Hringvegurinn er eins og sakir standa lokaður milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, en miklar skemmdir eru á veginum á um 700 metra kafla eftir jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í gær. Sérútbúnir bílar geta keyrt hjáleið um Fjallabaksleið nyrðra, en vegna mikillar úrkomu getur sú leið líka orðið illfær. Fjallabaksleið nyrðri er fær vel útbúnum bílum.Landsbjörg Gul veðurviðvörun er á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendinu vegna mikillar úrkomu, og búast má við vatnavöxtum í ám og geta vöð yfir ár orðið ófær. Bíllinn sat pikkfastur og talsvert vatn hafði flætt inn í hann.Landsbjörg
Rangárþing ytra Björgunarsveitir Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira