„Við erum ekki svindlarar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 09:31 Kanadísku landsliðskonurnar sýndu mikinn styrk með því að vinna leik sinn í gær undir þessum yfirþyrmandi aðstæðum. Getty/Tullio M. Puglia Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn