Tvíeykið hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort þau séu par en svo er ekki. Blaðamaður heyrði í Arnari Gauta sem segir að þau Brynja séu bara bestu vinir sem eyða miklum tíma saman.
„Við erum ekki par. En við erum alltaf saman, við erum bestu vinir,“ segir Arnar Gauti.
![](https://www.visir.is/i/F75798338FEB45AA1F32A28D1DA9E3DB6C82970B2751B9CADEDBEC925F998DFB_713x0.jpg)
Bæði hafa þau notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok og fékk Arnar Gauti Brynju meðal annars með sér í lið við að búa til dans við nýja lagið hans Engar áhyggjur.