„Fólkið verður hreinlega að rísa upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2024 21:01 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu, og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“ Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“
Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira