Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 22:31 Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands ræddi atburði helgarinnar í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. „Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“ Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
„Það er ennþá svolítið hlaupvatn í ánni, og það tekur einhverja daga fyrir hana að jafna sig alveg en það er eiginlega búið,“ segir Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Benedikt segir að búast megi við að jökulhlaupið marki upphaf á aukinni virkni í Kötlu. „Það hefur gert það áður, 2011 var einmitt svona stórt hlaup, reyndar í Múlakvísl. En í kjölfarið á því var mjög mikil virkni í Kötlu marga mánuði á eftir.“ Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna slík virkni á það til aukast eftir jökulhlaup. „Kannski farbreytingin sem verður við svona stórt hlaup gæti komið að stað einhverri meiri virkni. En það eru bara ágiskanir.“ Skjálftavirkni á svæðinu jókst eftir jökulhlaupið en síðan hefur dregið úr henni. Benedikt segir daginn hafa verið rólegan hvað varðar skjálftavirkni og skýr tengsl séu á milli hlaupsins og jarðskjálftavirkninnar. „Farbreytingarnar sem verða undir jöklinum þegar hlaupvatnið fer af stað, þær geta komið af stað skjálftavirkni og við sjáum það mjög oft. Það er í raun ein af aðferðunum sem við notum til að vara við yfirvofandi hlaupi, það er merki á skjálftamælum.“ Ætti að vera búið næstu helgi „Það er fljótt að sjatna í ánum, ég held að til að taka ákvörðun um ferðalög næstu helgi ætti að bíða þangað til líður nær helgi. Það segir okkur frekar hvernig ástandið verður þá,“ segir Benedikt aðspurður hvort fólk sem hyggst ferðast á hálendið næstu helgi ætti að horfa til vatnavaxtar í ám. Miklar rigningar á hálendinu settu strik í reikning einhverra ferðamanna um liðna helgi. „Þetta sem er í gangi núna ætti nú að vera búið þá.“
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira