Úkraínumenn aðstoða uppreisnarmenn í Malí gegn Wagner-liðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 06:55 „Heimatilbúinn“ minnisvarði um fallna liðsmenn Wagner og stofnanda hópsins, Yevgeny Prigozhin, í Moskvu. AP/Pavel Bednyakov Úkraínumenn segjast hafa átt þátt að málum þegar aðskilnaðarsinnar og jíhadistar í Malí sátu fyrir og drápu fjölda málaliða Wagner. Fram kom á Telegram rás tengdri forystu Wagner í gær að fjöldi liðsmanna hópsins hefði verið drepinn í síðustu viku. Þar sagði að Wagner og hermenn herforingjastjórnar Malí hefðu barist í fimm daga gegn aðskilnaðarsinnum og ýmsum hópum jíhadista, sem hefðu meðal annars beitt þungavopnum og drónum. Meðal þeirra sem féllu í bardögunum var Sergei Shevchenko, einn foringja Wagner. Andrii Yusov, talsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), sagði í gær að uppreisnarmennirnir hefðu fengið nauðsynlegar upplýsingar, og ekki bara upplýsingar, til að heyja árangursríka baráttu gegn „rússneskum stríðsglæpamönnum“. Yusov vildi ekki gefa það upp hvort úkraínskir hermenn hefðu tekið þátt í átökunum eða væru í landinu. Stjórnvöld í Malí hafa barist við ýmsa uppreisnarhópa í meira en áratug og óskuðu eftir aðstoð frá Wagner eftir að herforingjastjórn komst til valda árið 2020. Samkvæmt umfjöllun Guardian eru úkraínskir hermenn taldir vera virkir í Súdan, þar sem liðsmenn Wagner hafa einnig tekið þátt í bardögum. Serhii Kuzan, stjórnandi Úkraínsku öryggis- og samvinnustofnunarinnar í Kænugarði, segir ásókn Rússa í auðlindir í Afríku eina ástæðu þess að Úkraínumenn hafa beint spjótum sínum að liðsmönnum Wagner í álfunni. Þá horfi þeir einnig til þess að draga úr styrk hópsins og refsa fyrir aðkomu hans að stríðinu í Úkraínu. Malí Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira
Þar sagði að Wagner og hermenn herforingjastjórnar Malí hefðu barist í fimm daga gegn aðskilnaðarsinnum og ýmsum hópum jíhadista, sem hefðu meðal annars beitt þungavopnum og drónum. Meðal þeirra sem féllu í bardögunum var Sergei Shevchenko, einn foringja Wagner. Andrii Yusov, talsmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), sagði í gær að uppreisnarmennirnir hefðu fengið nauðsynlegar upplýsingar, og ekki bara upplýsingar, til að heyja árangursríka baráttu gegn „rússneskum stríðsglæpamönnum“. Yusov vildi ekki gefa það upp hvort úkraínskir hermenn hefðu tekið þátt í átökunum eða væru í landinu. Stjórnvöld í Malí hafa barist við ýmsa uppreisnarhópa í meira en áratug og óskuðu eftir aðstoð frá Wagner eftir að herforingjastjórn komst til valda árið 2020. Samkvæmt umfjöllun Guardian eru úkraínskir hermenn taldir vera virkir í Súdan, þar sem liðsmenn Wagner hafa einnig tekið þátt í bardögum. Serhii Kuzan, stjórnandi Úkraínsku öryggis- og samvinnustofnunarinnar í Kænugarði, segir ásókn Rússa í auðlindir í Afríku eina ástæðu þess að Úkraínumenn hafa beint spjótum sínum að liðsmönnum Wagner í álfunni. Þá horfi þeir einnig til þess að draga úr styrk hópsins og refsa fyrir aðkomu hans að stríðinu í Úkraínu.
Malí Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Sjá meira