Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2024 12:07 Helgi hefur ekkert heyrt frá yfirmanni sínum, ríkissaksóknara, eftir að tölvupóstur barst honum um að starfsframlags hans væri ekki óskað tímabundið. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök, hafa kært Helga fyrir ummæli sín. Hefði getað orðað hlutina öðruvísi Helgi fékk að vita af ósk Sigríðar til ráðherra í gegnum tölvupóst, sem hann las eftir að samstarfsfólki hans var tilkynnt um hana. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigríði eftir það. „Þetta kom mér verulega á óvart, og í raun finnst mér ekki mikill sómi að þessari framgöngu. Ég verð að segja það eins og er,“ segir Helgi. Hann ítrekar að ummælin varði mál sem tengist hans persónu og öryggi fjölskyldu hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér.“ Hann segir að mögulega hefði hann átt að láta það ógert að láta ummælin falla. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ segir Helgi. Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök, hafa kært Helga fyrir ummæli sín. Hefði getað orðað hlutina öðruvísi Helgi fékk að vita af ósk Sigríðar til ráðherra í gegnum tölvupóst, sem hann las eftir að samstarfsfólki hans var tilkynnt um hana. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigríði eftir það. „Þetta kom mér verulega á óvart, og í raun finnst mér ekki mikill sómi að þessari framgöngu. Ég verð að segja það eins og er,“ segir Helgi. Hann ítrekar að ummælin varði mál sem tengist hans persónu og öryggi fjölskyldu hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér.“ Hann segir að mögulega hefði hann átt að láta það ógert að láta ummælin falla. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ segir Helgi.
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59
Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34