Hermenn sakaðir um að misþyrma palestínskum fanga kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 13:47 Öfgahægrimenn ruddu sér leið inn í Sde Teiman-herstöðina til þess að mótmæla handtökum á hermönnum sem eru sakaðir um að misþyrma vígamanni Hamas. AP/Tsafrir Abyaov Til uppþota kom á herstöð þar sem Ísraelsher heldur palestínskum föngum eftir að níu ísraelskir hermenn voru handteknir og sakaðir um að misþyrma föngum kynferðislega. Stuðningsmenn þeirra brutust inn í herstöðina og kröfðust þess að þeim yrði sleppt. Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira