Mbappé kaupir fótboltalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 09:31 Kylian Mbappé hefur náð sér í miklar tekjur fyrir það að spila fótbolta. Getty/Antonio Villalba Franski fótboltamaðurinn Kylian Mbappé hefur haft nóg að gera í sumar. Hann keppti á Evrópumótinu með Frökkum, lét drauminn rætast með því að semja við Real Madrid og hefur nú einnig keypt sér fótboltalið. Fréttir frá Frakklandi herma að Mbappé hafi keypt meirihluta í franska b-deildarfélaginu Stade Malherbe de Caen. Samkvæmt upplýsingum franska stórblaðsins L’Équipé þá mun Mbappé fjárhesta í félaginu fyrir um fimmtán milljónir evra en hann gerir það undir merkjum fjárfestingafélags síns. Þetta eru meira en 2,25 milljarðar íslenskra króna. Með þessu eignast Mbappé áttatíu prósent hlut í félaginu en hann kemur þar inn í staðinn fyrir ameríska fjárfestingarsjóðinn Oaktree. Oaktree keypti þessi áttatíu prósent árið 2020. Hin tuttugu prósentin á enn Pierre Antoine Capton, sem verður áfram forseti aðalstjórnar félagsins. Caen féll úr efstu deild vorið 2019 og hefur verið í b-deildinni síðan. Liðið endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð, vann 17 leiki af 38 og tapaði 14. Liðið var aðeins einu sæti frá úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild. Þegar Mbappé var þrettán ára, árið 2014, munaði litlu að hann samdi við Caen en í staðinn fór hann til Mónakó. Caen er borg í Normaný héraði sem er 240 kílómetra vestur af París. Liðið byrjar tímabilið á móti Paris FC 17. ágúst næstkomandi þremur dögum eftir að búist er við því að Mbappé spili sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Fréttir frá Frakklandi herma að Mbappé hafi keypt meirihluta í franska b-deildarfélaginu Stade Malherbe de Caen. Samkvæmt upplýsingum franska stórblaðsins L’Équipé þá mun Mbappé fjárhesta í félaginu fyrir um fimmtán milljónir evra en hann gerir það undir merkjum fjárfestingafélags síns. Þetta eru meira en 2,25 milljarðar íslenskra króna. Með þessu eignast Mbappé áttatíu prósent hlut í félaginu en hann kemur þar inn í staðinn fyrir ameríska fjárfestingarsjóðinn Oaktree. Oaktree keypti þessi áttatíu prósent árið 2020. Hin tuttugu prósentin á enn Pierre Antoine Capton, sem verður áfram forseti aðalstjórnar félagsins. Caen féll úr efstu deild vorið 2019 og hefur verið í b-deildinni síðan. Liðið endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð, vann 17 leiki af 38 og tapaði 14. Liðið var aðeins einu sæti frá úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild. Þegar Mbappé var þrettán ára, árið 2014, munaði litlu að hann samdi við Caen en í staðinn fór hann til Mónakó. Caen er borg í Normaný héraði sem er 240 kílómetra vestur af París. Liðið byrjar tímabilið á móti Paris FC 17. ágúst næstkomandi þremur dögum eftir að búist er við því að Mbappé spili sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira