Fótbolti

Sara Björk til Sádí-Arabíu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sara Björk er farin frá Juventus til Sádi-Arabíu.
Sara Björk er farin frá Juventus til Sádi-Arabíu. Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir samningi hjá liði Al-Qadsiah í Sádí-Arabíu. Hún gengur í raðir liðsins frá Juventus á Ítalíu.

Sara Björk er 33 ára gömul og hefur verið ein fremsta knattspyrnukona landsins síðustu ár. Hún var landsliðsfyrirliði um árabil áður en hún lagði landsliðskóna á hilluna árið 2022.

Hún hafði verið á mála hjá Juventus frá árinu 2022 en samningur hennar í Tórínó rann út í sumar. Nú tekur nýtt ævintýri við í Sádi-Arabíu en þarlend yfirvöld hafa sett markið hátt hvað íþróttir varðar. Kvennaíþróttir eru þar engin undantekning.

Áður hefur Sara Björk leikið með liðum á við Rosengard í Svíþjóð, Wolfsburg í Þýskalandi, Lyon í Frakklandi auk Breiðabliks og Hauka hér heima.

Hún vann fjóra sænska meistaratitla á tíma sínum þar, fjóra meistaratitla með Wolfsburg í Þýskalandi, deildina einu sinni með Lyon en þar vann hún einnig Meistaradeild Evrópu tvívegis.

Sara Björk lék 145 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 22 mörk. Hún fór með landsliðinu á EM árin 2009, 2013, 2017 og 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×