Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 11:31 Brett Hawke keppti fyrir hönd Ástralíu á Ólympíuleikunum 2000 og 2004. Hann starfar í dag sem sundþjálfari og sérfræðingur um íþróttina í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Mark Nolan/Getty Images Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. „Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr) Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
„Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr)
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30
Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31