Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 11:50 Frá tónleikum á litla sviðinu í anddyrinu á Norðanpaunki 2019. Sviðsdýfur og mannhafssiglingar hafa löngum tengst harðkjarnapönkinu sterkum böndum. norðanpaunk Ættarmót pönkara, Norðanpaunk, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um verslunarmannahelgina, að vanda í félagsheimilinu á Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Mótið sem er haldið af „Félagi áhugafólks um íslenska jaðartónlist“ skapar rými fyrir undarlega og erfiða tónlist og aðdáendur hennar um verslunarmannahelgina. Alls kyns númer úr íslensku jaðar- og pönksenunni koma fram, Gróa, Börn, Retrön, Drýsildjöfull, Deathmetal Supersquad, Marghöfða dýrið, Barnaveiki og þar fram eftir götunum. Einnig koma fram nokkrar erlendar sveitir, TÆL frá Noregi, Laxity frá Póllandi, Mass frá Bretlandi og Firtan og Unru frá Þýskalandi. 45 sveitir á þremur dögum, deilt á milli tveggja sviða. Stíf dagskrá. View this post on Instagram A post shared by Norðanpaunk (@nordanpaunk) Í tilfellum tölvuleikjarokksveitarinnar Retrön og pönkbandsins Deathmetal Supersquad er um endurkomur að ræða, en sveitirnar voru upp á sitt virkasta fyrir um 15 árum síðan. Eins og á öðrum ættarmótum eru engir miðar seldir við hurð og ekkert áfengi selt, segir í tilkynningu frá Norðanpaunki. Börn og sjálfstæðismenn séu velkomin í fylgd með forráðamönnum og með heyrnarhlífar. Skráningu fyrir ættarmótið og allar aðrar upplýsingar megi finna á heimasíðu Norðanpaunks.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira