Strandavegur í sundur og ferðamaður festi sig í flýti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2024 14:05 Ein af skriðunum sem féllu á Strandavegi í morgun, nánar tiltekið í Kjörvogshlíð. Mikið úrhelli var í nótt en hann haldist þurr síðustu klukkustundir. Björgunarsveitin Strandasól Eftir úrhellisrigningu í nótt hafa fallið aurskriður á nokkrum stöðum á veginum norður í Árneshrepp. Vegagerðin vinnur að viðgerð á veginum í Veiðileysi þar sem hann grófst í sundur. Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins. Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fyrir vikið er nokkur fjöldi fólks innlyksa í Árneshreppi og kemst ekki leiðar sinnar. Þeirra á meðal er ferðamaður nokkur sem festi bíl sinn í einni skriðunni í morgun í Trékyllisvík. Davíð Már Bjarnason, sauðfjárbóndi og björgunarsveitarmaður á Ströndum, var á meðal þeirra sem kom að björgun hans. Bílaleigubíll ferðamannsins dreginn úr skriðunni.Strandasól „Ferðamaðurinn hafði ætlað að keyra yfir skriðuna og náði að festa sig. Hann var svo sem ekki á vel útbúnum bíl en ákvað að sæta færis. Hann átti bókað flug til útlanda seinna í dag. En hann komst ekki langt,“ segir Davíð Már. Davíð er fyrrverandi upplýsingafulltrúi Landsbjargar og þekkir vel til starfa björgunarsveita, björgunarsveitarmaður sjálfur. „Við fórum nokkur úr björgunarsveitinni og bóndi af næsta bæ sem dró hann til baka á dráttarvél,“ segir Davíð. Ferðamaðurinn er enn fastur í sveitinni og má telja ólíklegt að hann nái flugi sínu af landi brott. Skriðan var ansi víðfeðm.Strandasól Davíð segir samhent átak heimamanna úr Djúpavík og Trékyllisvík hafa aðstoðað við að ryðja skriður í samvinnu við Vegagerðina svo það sé fært innansveitar. „Vegagerðin sendi eftir stærri tækjum til Hólmavíkur til að eiga við þetta í Veiðileysu,“ segir Davíð. Gunnar Númi Hjartarson er yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni á Hólmavík. Hann segir nokkuð verk að vinna í Veiðileysu sem þó gangi hraðar en hann hafði reiknað með. Rignt hefur svakalega undanfarið á Ströndum.Strandasól „Hálfur vegurinn bara hvarf,“ segir Gunnar Númi. Það þurfi mikið efni til að fylla upp í veginn en það hafi orðið þeim til happs að finna gott efni uppi í hlíðinni. Á meðan hann haldist þurr er Gunnar Númi bjartsýnn á verklok á sjötta tímanum í dag. „Þeir eru hálfnaðir við að fylla upp í þessa holu,“ segir Gunnar Númi og hrósar bændum í sveitinni fyrir snör handtök að ryðja aðrar skriður dagsins.
Árneshreppur Björgunarsveitir Vegagerð Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira