Vöntun á sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd á Austurlandi Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Loksins kom að því að fjölskyldan fór saman að dánarstað pabba í Svínadal, Reyðarfirði, fjórum árum eftir slysið, þar sem við settum niður kross og áttum okkar stund. Tilfinningar brutust fram á misjafnan hátt hjá okkur syrgjendunum og var þessi stund okkur afar þýðingarmikil. Í huganum var staðurinn sem tók pabba frá okkur ófagur, drungalegur og slæmur en þegar þangað var komið var friðsælt, grænn gróður í fallegri lund, lækjarniður og fuglasöngur. Á þessum stað hafði pabbi tekið síðasta andardráttinn einn, fastur undir þungu sex-hjólinu fjórum árum áður. Drungalega og slæma svartnættið var því aðeins í hjartanu og lýsti því eigin líðan yfir ófyrirsjáanlegum örlögum pabba og skyndilegum missi okkar fjölskyldunnar. Sárt hefur verið að upplifa slíkt áfall, fá enga kveðjustund né ráðstafanir um framhaldið hjá okkur ástvinum hans. Þá var verulegur skortur á sálrænum stuðningi og utanumhaldi fyrir fjölskylduna hér austan megin. Stundum öfunda ég þau sem enga reynslu hafa af slíkum missi en þessi upplifun hefur þó kennt mér ótalmargt. Fjölskyldan á dánarstað pabba í Svínadal 31. júlí.Ingunn Eir Andrésdóttir Að mínu mati þyrftu viðeigandi stofnanir á Austurlandi að hafa aukinn skilning á mikilvægi þess að grípa aðstandendur sem upplifa slíkt áfall, hafa tilbúna viðbragðsáætlun sem grípur fólkið og sinna betur sálrænni áfallahjálp og eftirfylgd við hæfi. Mín reynsla er að fólk í þessum aðstæðum hefur ekki getu til að leita sér aðstoðar sjálft og þyrfti því að vera fyrir fram ákveðin áætlun að sálrænni aðstoð fyrir hvern og einn fjölskyldumeðlim sem ekki er ætlast til að viðkomandi sæki sér sjálfur. Dánarstaður pabba í Svínadal, Reyðarfirði.Ingunn Eir Andrésdóttir Talið er við slík áföll sé einn mikilvægasti þátturinn eftirfylgd og mat á áhættu einstaklinga á að þróa með sér langvinn vandamál. Með eftirfylgd fagfólks er hægt er að grípa inn í þróun mála fyrr en ella og draga úr þjáningum einstaklinga og fjölskyldna. Þannig er líka hægt að draga úr kostnaði þjóðfélagsins vegna líkamlegra og sálrænna vandamála sem þróast geta í kjölfar áfalla. Mín reynsla er að mikið rými er til bætinga á þessu sviði á Austurlandi og tel ég afar brýnt að bætt sé úr því. Höfundur er rekstraraðili og syrgjandi.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar