Sjálfstæðisflokkurinn í „meiriháttar vandræðum“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. ágúst 2024 12:05 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stöðuna alvarlega í Valhöll. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni. Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Eiríkur segir flokkinn á fallanda fæti í fylgi og að staðan hljóti að teljast alvarleg í Valhöll. Það hjálpi ekki að formaður flokksins njóti lítilla vinsælda meðal landsmanna. „Formaður Sjálfstæðisflokksins er langóvinsælasti ráðherra landsins og óvinsældir hans eru mun meiri heldur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur þurft að þola áður,“ segir Eiríkur. Áfram dala Vinstri grænir Áfram heldur fylgi Vinstri grænna að dala en í niðurstöðum þjóðarpúls mælast þeir með 3,5 prósenta fylgi en það er hálfs prósentustigs minnkun frá fyrri könnun. Sósíalistar mælast með 4,7 prósenta fylgi sem dugar ekki fyrir þingmanni en er þó marktækt meira en Vinstri grænir. Samfylkingin mælist enn stærst flokka með 27,6 prósent fylgi en Miðflokkurinn með 14,6 prósent sem hefur þrefaldað fylgi sitt frá því í kosningunum 2021. Eiríkur segir þessar tölur vera til marks um að þreyta sé komin í stjórnarsamstarfið. Kosningabarátta í vændum Eiríkur bendir á að miðað við niðurstöður Þjóðarpúls væru Vinstri grænir í afar slæmri stöðu ef gengið yrði til kosninga í dag. „Stóru fréttirnar eru líka að Vinstri grænir eru að þurrkast út af þingi, mælast nú ítrekað undir þröskuldi. Það er flokkur í alvarlegri tilvistarhættu, gæti hreinlega þurrkast út. Sósíalistar mælast núna marktækt yfir Vinstri grænum. Það er munur sem hlýtur að vera mjög erfiður fyrir Vinstri græna sem teljast til kjarnaflokks í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. Aðspurður segir hann engan vita hvort ríkisstjórnin haldi út yfirstandandi kjörtímabil en að um leið og þing kemur saman eftir sumarfrí byrji upptaktur nýrrar kosningabaráttu.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira