Innlent

Biskup og um­hverfis­ráð­herra í Sprengi­sandi

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Umhverfisráðherra ræðir stöðu ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins og nýr biskup Íslands fjallar um erindi þjóðkirkjunnar í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, talar um erindi kirkjunnar í nútímanum, pólitíkina, hneykslunargirni sanntrúaðra og margt fleira. Meðal annars segist hún ekki hafa með neinum hætti hafa tekið nærri sér atriði á opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem mjög hefur verið til umræðu, segir kirkjuna eiga að taka sér pólitíska stöðu með þeim sem minnst mega sín í lífinu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ræðir loftslagsmálin og svarar meðal annars gagnrýni frá eigin flokksmönnum um að ríkisstjórnin sé að sólunda fé í verkefni á þessu sviði sem engin ástæða sé til að vinna á meðan aðrar þjóðir halda áfram að auka sína losun. Hann ræðir einnig stuðning sinn við Running Tide fyrirtækið og stöðu ríkisstjórnar og Sjálfstæðisflokksins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×