„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:30 Guðlaugur Þór ræddi meðal annars aðkomu hans að nýsköpunarverkefnum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum