Lyles kom í mark sjónarmun á undan Jamaíkumanninum Kishane Thompson. Það þurfti mynd til að skera út um hvor þeirra vann hlaupið.
Það munaði að lokum aðeins fimm þúsundustu úr sekúndu á efstu tveimur mönnunum. Tími Lyles var 9,784 sekúndur en Thompson mældist á 9.789 sekúndum.
Lyles var aðeins á eftir í byrjun hlaups en tryggði sér gullið með frábærum endaspretti.
Þetta er besti tími Lyles á ferlinum og hann er nú ríkjandi heims- og Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi og getur stoltur kallað sig fljótast mann heims. Hann fékk bronsið fyrir þremur árum þegar leikarnir fóru fram í Japan.
Bronsið fór síðan til Bandaríkjamannsins Fred Kerley sem kom í mark á 9.81 sekúndum eða einum hundraðasta úr sekúndu á undan Akani Simbine frá Suður-Afríku. Kerley fékk silfur í 100 metra hlaupinu á síðustu leikum.
Þetta er i fyrsta sinn í tuttugu ár sem Bandaríkjamaður vinnur 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikum eða síðan að Justin Gatlin vann í Aþenu 2004. Usain Bolt frá Jamaíku vann 2008, 2012 og 2016 og Ítalinn Marcell Jacobs tók gullið á leikunum í Tókýó 2021.
