„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2024 19:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún. Fangelsismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Á föstudag þurftu þrír fangaverðir á Litla-Hrauni að leita á slysadeild eftir átök við fanga sem nú sætir agaviðurlögum vegna atviksins. „Vitaskuld bregður manni alltaf við þegar það koma upp alvarleg atvik í fangelsum landsins og mér brá verulega að heyra að þarna hefðu fangaverðir slasast í átökum við fanga,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún kveðst hafa lagt mikla áherslu á fangelsismál síðan hún tók við ráðuneytinu. „Ég tel mjög brýnt að við tryggjum bæði öryggi fanga og öryggi starfsfólks innan fangelsanna.“ Fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í fyrradag að fjölga hafi þurft öryggisgöngum úr einum í tvo í fangelsinu, aðstæður hafi verið erfiðar að undanförnu og mögulega þurfi að herða reglur í ljósi erfiðrar hegðunar sumra fanga innan veggja fangelsisins. Staðan á Litla-Hrauni alvarleg Guðrún segir það ábyrgði fangelsismálayfirvalda og stjórnenda hverju sinni að grípa til þeirra aðgerða sem aðstæður kalla á. Hún útilokar hins vegar ekki að ráðast þurfi í frekari aðgerðir. „Við munum taka þetta til skoðunar og sjá hvort að við getum ekki bætt um betur. En vitaskuld, og ég hef vakið athygli á því og ég hef haft miklar áhyggjur af því síðan ég kom í ráðuneytið að staðan sérstaklega á Litla-Hrauni, húsnæðið er illa farið og staðan þar er alvarleg,“ segir Guðrún. Því hafi verið tekin ákvörðun um að byggja þar nýtt fangelsi en að undanförnu hefur verið unnið að þarfagreiningu og fleiru í tengslum við það. „Við verðum að hraða þeirri framkvæmd eins og hægt er því að við eigum erfitt með að tryggja öryggi fanga, öryggi starfsmanna og einnig að koma upp góðri aðstöðu fyrir aðstandendur fanga til að heimsækja þá. Allt þetta er ekki í góðu horfi í dag, hefur ekki verið í langan tíma og það er löngu tímabært að við setjum meiri fókus á þennan málaflokk,“ segir Guðrún. Starfsemi í gámum á lóð fangelsisins Þar til vinna hefst við byggingu nýs fangelsis verður ráðist í viðgerðir á núverandi húsnæði, og bráðabirgðaaðstaða hefur verið sett upp í gámum. „Við höfum tekið ákvörðun um að setja nokkur hundruð milljónir í að lagfæra það húsnæði þangað til nýtt fangelsi verður risið og tilbúið. Þess vegna munum við gera hvað við getum til þess að tryggja viðunandi aðstæður. Ég get nefnt sem dæmi að núna eru komin á lóð fangelsisins gámar þar sem að stoðþjónusta fangelsisins hefur nú þegar tekið til starfa í eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta en einnig heimsóknaraðstaða,“ segir Guðrún sem vonar að framkvæmdir við byggingu nýs fangelsis geti hafist sem allra fyrst á nýju ári. „Ég er að vonast eftir því að jarðvinna geti hafist á nýju fangelsi næsta vor eða eftir áramót, það fer eftir tíðarfari. En ég er að vonast til þess að byggingartíminn á nýju fangelsi verði tvö til þrjú ár,“ segir Guðrún.
Fangelsismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira