Valdimar Þór: Það er kominn tími á að vinna heima Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 21:43 Valdimar Þór Ingimundarson gat leyft sér að fagna í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk og tryggði Víking sigurinn gegn FH. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn. Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35