Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:04 Fyrstu vísbendingar benda til þess að hellirinn sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. vísir Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við Vísi. Fyrsta tilkynning barst Landsbjörgu upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld og því nýtilkomið. Jón Þór hafði ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hellisins, en segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að hann sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. „Það eru einstaklingar sem virðast hafa lokast inni í helli. Búið er að kalla út allar sveitir á Suðurlandi vestan Þjórsár og tvær sveitir á höfuðborgarsvæði sem eru með rústabjörgunarhópa,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Að sögn Jóns Þórs er líklegast að hrun hafi orðið í hellinum sem hafi leitt til þess að hann lokaðist. Það er hins vegar ekki staðfest. Uppfært kl: 00:10: Að sögn Jóns Þórs eru tveir ferðamenn fastir í helli, nokkra kílómetra suðaustur af hótelinu í Kerlingarfjöllum. Fyrstu björgunarsveitarhópar eru að nálgast Ásgarð. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið.“ Uppfært kl. 00:55: „Skyggni er ekki að hjálpa til þegar það kemur að því að nota þyrlu,“ segir Jón Þór. „Hóparnir í Kerlingarfjöllin þokast nær því sem neyðarboðin skráðu sem uppgefinn stað. Þetta gæti varað eitthvað eftir nóttu.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira
Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar við Vísi. Fyrsta tilkynning barst Landsbjörgu upp úr klukkan hálf ellefu í kvöld og því nýtilkomið. Jón Þór hafði ekki nákvæmar upplýsingar um staðsetningu hellisins, en segir að fyrstu vísbendingar bendi til þess að hann sé í nágrenni við Kerlingarfjöll. „Það eru einstaklingar sem virðast hafa lokast inni í helli. Búið er að kalla út allar sveitir á Suðurlandi vestan Þjórsár og tvær sveitir á höfuðborgarsvæði sem eru með rústabjörgunarhópa,“ segir Jón Þór í samtali við Vísi. Að sögn Jóns Þórs er líklegast að hrun hafi orðið í hellinum sem hafi leitt til þess að hann lokaðist. Það er hins vegar ekki staðfest. Uppfært kl: 00:10: Að sögn Jóns Þórs eru tveir ferðamenn fastir í helli, nokkra kílómetra suðaustur af hótelinu í Kerlingarfjöllum. Fyrstu björgunarsveitarhópar eru að nálgast Ásgarð. „Útkallið er ansi stórt. Það er búið að kalla eftir margskonar tækjabúnaði; bæði beltabílum, buggy-bílum og hjólum. Það eru búið að kalla út bíl með rústabjörgunargám frá Reykjavík. Fimm undanfarar með þyrlu farnir af stað. Þannig að viðbragðið er stórt á meðan að við vitum ekki frekar hvernig í pottinn er búið.“ Uppfært kl. 00:55: „Skyggni er ekki að hjálpa til þegar það kemur að því að nota þyrlu,“ segir Jón Þór. „Hóparnir í Kerlingarfjöllin þokast nær því sem neyðarboðin skráðu sem uppgefinn stað. Þetta gæti varað eitthvað eftir nóttu.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Konan liggur enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Sjá meira