Handleggsbrotnum bjargað af Baulu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 06:34 Frá vettvangi í nótt. Landsbjörg Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur. Um var að ræða tvo ferðamenn sem voru nokkuð hátt uppi, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Voru ferðamennirnir nokkuð kaldir þegar komið var að. Annar þeirra hafði orðið fyrir slysi og reyndist handleggsbrotinn. Búið var um brotið á vettvangi en maðurinn síðan fluttur til aðhlynningar í Reykjavík þegar þyrlan komst að. Frá vettvangi í nótt.Landsbjörg Uppfært kl. 7.30: Eftirfarand tilkynning var að berast frá Landsbjörgu. „Í gærkvöldi óskuðu tveir göngumenn sem höfðu gengið á Baulu eftir aðstoð eftir að annar þeirra hafði runnið í skriðu og fallið með þeim afleiðingum að handleggsbrotna. Þeir voru þá enn staddir nokkuð hátt í fjallinu og gönguleiðin niður brött, laus í sér og skyggni að versna til muna. Björgunarsveitir á Vesturlandi fóru til aðstoðar, sem og þyrla frá Landhelgisgæslunni. Skyggni á staðnum var ekki nægjanlegt til að þyrla gæti athafnað sig og var henni lent á þjóðveginum upp á Bröttubrekku. Björgunarsveitarfólk hélt gangandi á fjallið til móts við göngumennina. Það var um klukkan 2 í nótt sem björgunarfólk kom að þeim. Þeir voru þá báðir orðnir nokkuð kaldir og hraktir og sá slasaði nokkuð kvalinn. Björgunarfólk bjó um handleggsbrotið og gaf honum verkjastillandi. Björgunarfólk fylgdi svo göngumönnunum áfram niður og gekk sú ferð ágætlega. Upp úr hálf fjögur í nótt fór að birta til og gat þá áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu farið í loftið aftur og klukkan fjögur í nótt var hinn slasaði kominn í borð í þyrlu sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Hinn göngumaðurinn fór áfram niður í fylgd björgunarfólks þar sem fjölskyldumeðlimur tók á móti honum.“ Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Um var að ræða tvo ferðamenn sem voru nokkuð hátt uppi, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Voru ferðamennirnir nokkuð kaldir þegar komið var að. Annar þeirra hafði orðið fyrir slysi og reyndist handleggsbrotinn. Búið var um brotið á vettvangi en maðurinn síðan fluttur til aðhlynningar í Reykjavík þegar þyrlan komst að. Frá vettvangi í nótt.Landsbjörg Uppfært kl. 7.30: Eftirfarand tilkynning var að berast frá Landsbjörgu. „Í gærkvöldi óskuðu tveir göngumenn sem höfðu gengið á Baulu eftir aðstoð eftir að annar þeirra hafði runnið í skriðu og fallið með þeim afleiðingum að handleggsbrotna. Þeir voru þá enn staddir nokkuð hátt í fjallinu og gönguleiðin niður brött, laus í sér og skyggni að versna til muna. Björgunarsveitir á Vesturlandi fóru til aðstoðar, sem og þyrla frá Landhelgisgæslunni. Skyggni á staðnum var ekki nægjanlegt til að þyrla gæti athafnað sig og var henni lent á þjóðveginum upp á Bröttubrekku. Björgunarsveitarfólk hélt gangandi á fjallið til móts við göngumennina. Það var um klukkan 2 í nótt sem björgunarfólk kom að þeim. Þeir voru þá báðir orðnir nokkuð kaldir og hraktir og sá slasaði nokkuð kvalinn. Björgunarfólk bjó um handleggsbrotið og gaf honum verkjastillandi. Björgunarfólk fylgdi svo göngumönnunum áfram niður og gekk sú ferð ágætlega. Upp úr hálf fjögur í nótt fór að birta til og gat þá áhöfn þyrlu Landhelgisgæslu farið í loftið aftur og klukkan fjögur í nótt var hinn slasaði kominn í borð í þyrlu sem flutti hann til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík. Hinn göngumaðurinn fór áfram niður í fylgd björgunarfólks þar sem fjölskyldumeðlimur tók á móti honum.“
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira